Svipaður fjöldi og ári fyrr

Upplifunin er aðalatriði.
Upplifunin er aðalatriði. mbl.is/Golli

Á nýliðnu ári sóttu um 1,3 milljónir gesta Bláa lónið heim en það er svipaður fjöldi og þangað lagði leið sína árið 2017.

Grímur Sæmundsen, forstjóri fyrirtækisins, segir það í raun ekki áhyggjuefni þótt gestum hafi ekki fjölgað milli ára. Mestu skipti að þjónusta fólk vel og tryggja góða upplifun. Þá sé markmiðið það að hafa meiri tekjur af hverri heimsókn fremur en að fjölga gestum stanslaust.

Á nýliðnu ári tók Bláa lónið í gagnið nýtt lúxushótel en þar kostar nóttin allt upp í 1,5 milljónir króna. Viðtökurnar hafa verið gríðargóðar að sögn Gríms. Tekjur fyrirtækisins jukust um fimmtung á nýliðnu ári, mælt í evrum en mun meira í íslenskum krónum, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK