Veðhlutföllin fara lækkandi

Veðhlutföll fara lækkandi hjá lífeyrissjóðunum.
Veðhlutföll fara lækkandi hjá lífeyrissjóðunum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hámarks veðhlutfall sjóðfélagalána Gildis verður lækkað í 70% um áramót en hámarkið hefur verið 75% síðustu misseri.“ Þannig hljóðar ný frétt á heimasíðu þriðja stærsta lífeyrissjóðs landsins sem birt var nú um áramót. Fylgir sjóðurinn þar í kjölfar tveggja stærstu sjóða landsins sem á nýliðnu ári tóku ákvörðun um að þrengja veðhlutföll úr 75% í 70%.

Í tilkynningu frá Gildi segir að þessar breytingar séu gerðar á lánareglum sjóðsins vegna varúðarsjónarmiða, bæði vegna mikilla verðhækkana á fasteignamarkaði á undanförnum árum og vegna aukinnar ásóknar í lán hjá sjóðnum.

ViðskiptaMogginn leitaði upplýsinga hjá sjóðnum um hver ásóknin í lánin hefði reynst á árinu 2018.

„Sjóðurinn var að lána um 22 milljarða í nýjum sjóðfélagalánum á árinu sem er mikil aukning frá fyrra ári,“ segir Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildis. Samkvæmt ársskýrslu sjóðsins lánaði sjóðurinn 12,8 milljarða árið 2017 og því jukust útlánin um meira en 70% milli ára.

Mjög misjafnt er hversu strangar kröfur lífeyrissjóðir gera til hámarks veðsetningar þess húsnæðis sem þeir lána til kaupa eða endurfjármögnunar á. Fram á nýtt ár var Gildi í hópi þeirra lífeyrissjóða sem hvað rýmstar reglur höfðu en í dag eru það Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Lífsverk, Stapi og Brú lífeyrissjóður sem lána allt að 75%. Sá sjóður sem hefur ströngustu lánareglurnar er Festa lífeyrissjóður en þar er hámarkið 60%.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK