Viðskipti jukust um 8,5%

Heildarviðskipti með fasteignir námu um 550 milljörðum króna á árinu …
Heildarviðskipti með fasteignir námu um 550 milljörðum króna á árinu 2018. mbl.is/​Hari

Um 12.500 kaupsamningum var þinglýst árið 2018 á landinu öllu og námu heildarviðskipti með fasteignir um 550 milljörðum króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár Íslands.

Þar segir einnig að meðalupphæð á hvern samning hafi verið um 44 milljónir króna. Til samanburðar var veltan árið 2017 rúmlega 507 milljarðar, kaupsamningar voru 12.108 talsins og meðalupphæð hvers samnings var um 42 milljónir króna. „Heildarvelta fasteignaviðskipta hefur því aukist um tæplega 8,5% frá árinu 2017 og kaupsamningum fjölgað um rúmlega 3,2%,“ segir í fréttinni.

Þá segir að sé litið til höfuðborgarsvæðisins þá hafi heildarvelta aukist um rúmlega 8,9% og kaupsamningum hafi fjölgað um tæplega 6,5%.

Fréttin birtist í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK