Hækkanir á evrópskum mörkuðum

Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. AFP

Evrópskar kauphallir hækkuðu í dag eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna gaf í skyn að bankinn væri ekki lengur á þeirri vegferð að hækka stýrivexti sína.

Frankfurt hækkaði um 3,1 prósent, París um 2,5 prósent og London um 2,2 prósent. Seðlabankinn tilkynnti um það í morgun að hann hefði ekki áform um að hækka stýrivexti, þvert á móti muni bankinn taka mið af efnahagsástandi í landinu við ákvörðun vaxtastigs.

Jerome Powell seðlabankastjóri Bandaríkjanna sagði í morgun að hagtölur gæfu til kynna að bandaríska hagkerfið stæði vel en að fjármálamarkaðir hefðu áhyggjur af þróuninni í Bandaríkjunum og Kína.

Powell segir að Seðlabanki Bandaríkjanna sé tilbúinn að vera sveigjanlegur og bregðast við hagsveiflum til þess að styðja við hagkerfi landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK