VÍS lækkaði mest

VÍS lækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Aðeins tvö félög …
VÍS lækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Aðeins tvö félög voru græn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðlækkanir á íslenskum hlutabréfamarkaði héldu áfram í dag og lækkaði OMXI8-úrvalsvísitalan um 0,72 prósent. Mest lækkaði VÍS í 89 milljóna króna viðskiptum, eða um 3,58 prósent og stóðu bréfin í 9,69 í lok dags.

Næstmest lækkuðu bréf Eimskips, eða um 2,92 prósent í 196 milljóna króna viðskiptum. Mest voru viðskiptin með bréf í Símanum, þar sem veltan var 359 milljónir króna, og lækkuðu hlutabréf í félaginu um 2,70 prósent.

Icelandair og Marel voru einu félögin sem hækkuðu í Kauphöll Íslands í dag. Icelandair hækkaði um 2,61 prósent og stóðu bréfin í 9,42 krónum á hlut við dagslok en Marel hækkaði um 0,14 prósent í 296 milljóna króna viðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK