Nordea verður hluthafi í Meniga

Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn stofnenda Meniga.
Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn stofnenda Meniga.

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur lokið kaupum á öllu hlutafé í sænska fyrirtækinu Wrapp.

Wrapp sérhæfir sig í sérsniðnum tilboðum til neytenda í Svíþjóð og Finnlandi og starfar með rúmlega 350 fyrirtækjum. Kaupin gera Meniga að stærsta fyrirtæki á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum, að því er segir í fréttatilkynningu.

Allir starfsmenn Wrapp munu færast yfir í sameinað fyrirtæki sem mun starfa undir merkjum Meniga. Aage Reerslev, forstjóri Wrapp, mun taka við stöðu sem framkvæmdastjóri fríðindakerfa hjá Meniga. Fyrrverandi eigendur Wrapp verða hluthafar í Meniga. Á meðal þeirra er Nordea, stærsti banki Norðurlanda. Nordea bætist í hóp Swedbank, UniCredit og Íslandsbanka sem hafa þegar fjárfest í Meniga.

Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfs­menn eftir samrunann um 150. Hug­búnaður Meniga hef­ur verið inn­leidd­ur hjá yfir 75 fjár­mála­stofn­un­um og er hann aðgengi­leg­ur yfir 65 millj­ónum einstaklinga í 30 lönd­um. Starfsstöðvar fyrirtækisins verða sem fyrr í Reykjavík en einnig er fyrirtækið með skrifstofur í Lundúnum, Stokkhólmi og Varsjá. Skrifstofan í Stokkhólmi hefur nú sameinast skrifstofu Wrapp þar í borg og skrifstofa Wrapp í Helsinki bætist við hópinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK