Segja upp 5 þúsund manns

Land Rover Freelander.
Land Rover Freelander. AFP

Jaguar Land Rover ætlar að fækka starfsmönnum um fimm þúsund í Bretlandi og verður tilkynnt um þetta í dag. Ástæðan er minni sala í Kína og áhyggjur af afleiðingum Brexit fyrir rekstur bílaframleiðandans.

Jaguar Land Rover er í eigu indverska bílaframleiðandans Tata Motors og eru starfsmenn hans rúmlega 40 þúsund talsins í Bretlandi. Talið er að áhrifa uppsagna gæti mest á markaðssviði og stjórnun.

Samkvæmt frétt BBC eru uppsagnirnar hluti af 2,5 milljarða punda endurskipulagningu rekstrar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK