Tiger-verslanakeðjan í vanda

Tiger í Kaupmannahöfn.
Tiger í Kaupmannahöfn. Mynd af Wikipedia

Móðurfélag Flying Tiger-verslanakeðjunnar er nú komin í samningsumleitanir til að forðast greiðslustöðvun eftir slælega jólasölu, að því er danski viðskiptafréttavefurinn Finans greinir frá. 

Norski vefurinn E24, segir eigendur Flying Tiger Copenhagen, sem jafnframt eru með 45 verslanir í Noregi, nú vinna að því að ná nýjum lánasamningum og að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn. Reyna á að koma í veg fyrir að reksturinn fari í þrot eftir lélega jólasölu.

Hefur Finans eftir heimildamönnum að Flying Tiger Copenhagen sé hættulega nærri því að geta ekki staðið við lánaskilmála sína. 

Sænski hlutabréfasjóðurinn EQT er meirihlutaeigandi verslanakeðjunnar.

„Líkt og margir aðrir sem eru í smásöluverslun höfum við  lent í ákveðnum vanda,“ sagði Mads Ditlevsen, forstjóri EQT, í samtali við Finans, sem kvað rekstur Flying Tiger þó vera orðinn mun alþjóðlegri undir stjórn EQT.

Hann vildi hins vegar hvorki hafna né staðfesta þær fullyrðingar að fyrirtækið væri nærri því að geta ekki staðið við lánaskilmála sína.

Að sögn Finans eru flestar verslanir Tiger í öðrum löndum reknar af Zebra AS, sem á 50% hlut í TGR Norway, og íslenska fyrirtækinu FM Framtak ehf. sem er sagt eiga hinn hlutann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK