Skilmálar líklega samþykktir

Líklegt þykir að þeir fjárfestar sem lögðu fé í skuldabréfaútgáfu …
Líklegt þykir að þeir fjárfestar sem lögðu fé í skuldabréfaútgáfu flugfélagsins WOW air upp á 50 milljónir evra sem lauk hinn 18. september síðastliðinn muni samþykkja þær breytingatillögur sem gerðar hafa verið á skilmálum skuldabréfanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líklegt þykir að þeir fjárfestar sem lögðu fé í skuldabréfaútgáfu flugfélagsins WOW air upp á 50 milljónir evra sem lauk hinn 18. september síðastliðinn muni samþykkja þær breytingatillögur sem gerðar hafa verið á skilmálum skuldabréfanna. Þrátt fyrir það er upplýsingagjöf félagsins í tengslum við útgáfuna enn til skoðunar hjá skuldabréfaeigendum sem er óháð samþykkt á breyttum skilmálum. Þetta segja heimildamenn ViðskiptaMoggans sem vilja ekki láta nafns síns getið. Atkvæðagreiðslu skuldabréfaeigenda lýkur í dag.

Fallið er frá töluvert mörgum af fyrri skilmálum skuldabréfsins en á móti kemur hins vegar inn mjög fjárhagslega sterkur aðili, Indigo Partners, sem ætti að veita fjárfestum ró. Ekki er farið fram á nein afföll á höfuðstól og vextir af bréfunum verða þeir sömu. Eru það atriði sem skipta höfuðmáli að mati heimildamanna ViðskiptaMoggans.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK