Þorrablótin góð búbót fyrir íþróttafélög landsins

KR-konur héldu glæsilegt þorrablót fyrir Vesturbæinga.
KR-konur héldu glæsilegt þorrablót fyrir Vesturbæinga. Ljósmynd/Þórhildur Garðarsdóttir

Þorrablót á vegum íþróttafélaga voru haldin víða síðustu tvær helgar og samkvæmt úttekt ViðskiptaMoggans nema heildartekjur þeirra sjö félaga sem haft var samband við tæpum 65 milljónum króna. Bætist þar ofan á sala á veigum og því gætu tekjurnar hæglega verið talsvert hærri. Rétt er þó að taka fram að töluverður kostnaður felst í því að halda veislur af þessu tagi en flest félaganna skila jafnan á bilinu 3 til 5 milljónum í hagnað sem rennur í starfsemi félaganna.

Heimsmet í Grafarvogi

Þorrablótin eru hjá sumum félögum stærstur hluti þeirra fjáraflanaverkefna sem haldin eru. Almennt eru þó þorrablótin aðallega hugsuð sem félagslegur viðburður fyrir bæjarfélögin þar sem félögin eru staðsett og allir viðmælendur sem ViðskiptaMogginn ræddi við segja viðburðinn hafa farið afar vel fram. Fjölmennasta þorrablótið var haldið í Grafarvogi þar sem Fjölnismenn komu saman. 1.240 manns voru í mat að viðbættum um 200 sem mættu á ball að sögn Jóns Karls Ólafssonar, formanns Fjölnis. Samtals námu tekjurnar af miðasölu þar því um 13,6 milljónum króna. Verður hagnaðurinn líklega yfir fimm milljónir króna sem renna í starf félagsins að sögn Jóns sem í léttum tón telur að heimsmet hafi verið slegið í aðsókn. „Þetta er stærsta fjáröflun félagsins á hverju ári og hefur farið stækkandi og við erum mjög sátt með það,“ segir Jón Karl og telur að tekjur af þorrablótinu séu um 20-30% af því sem kemur inn úr fjáröflunum.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK