Leigutekjur Reita námu 11,4 milljörðum

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. mbl.is/Styrmir Kári

Rekstrarhagnaður fasteignafélagsins Reita  nam 7,6 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem stjórn félagsins samþykkti í dag.

Námu leigutekjur Reita í fyrra 11,4 milljörðum og jukust um 5,9% frá fyrra ári er þær námu tæplega 10,8 milljörðum.

Matsbreyting fjárfestingareigna var 3,132 milljarðar króna til lækkunar, en árið 2017 var matsbreyting til hækkunar upp á 3,852 milljarða króna. Haft er eftir Guðjóni Auðunsson, forstjóra Reita, í tilkynningu að meginskýring lækkunarinnar liggi annars vegar í fram kominni hækkun fasteignagjalda. „Einnig er það mat stjórnenda og ráðgjafa félagsins að horfur á hægari hagvexti valdi því að markaðsverð útleigu atvinnuhúsnæðis muni til skemmri tíma ekki fylgja að fullu þróun verðlags,“ segir Guðjón.

Hagnaður Reita á síðasta ári var 110 milljónir króna,en tæpir 5,7 milljarðar króna árið áður. Þá var hagnaður á hlut 0,2 krónur, en 7,9 krónur árið 2017.

Virði fjárfestingareigna var 138,524 milljarðar króna um áramót en árið áður var það 135 milljarðar. Eigið fé var þá tæpir 47 milljarðar í árslok, en rúmir 49 milljarðar í árslok 2017.

Þá var eiginfjárhlutfall félagsins 32,6% og lækkaði frá árinu 2017 er það var 35,1%.

Vaxtaberandi skuldir námu rúmum 84 milljörðum króna í lok árs og voru í lok árs 2017 rúmir 77 milljarðar.

„Rekstur ársins 2018 var í samræmi við útgefnar áætlanir félagsins,“ er haft eftir Guðjóni í tilkynningunni. „Rekstrarhagnaður ársins að fjárhæð 7.606 milljónir króna er sá mesti sem félagið hefur skilað frá stofnun. Leigutekjur vaxa um 6% milli ára. Nýtingarhlutfall er 97% á árinu og eykst um tæpt 1% milli ára.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK