36 þúsund nota Sportabler

36 þúsund Íslendingar notast við íslenska hugbúnaðinn Sportabler sem samnefnt …
36 þúsund Íslendingar notast við íslenska hugbúnaðinn Sportabler sem samnefnt fyrirtæki hefur þróað sem auka á skilvirkni og bæta á samskipti í starfsemi íþróttafélaga. Skapti Hallgrímsson

36 þúsund Íslendingar notast við íslenska hugbúnaðinn Sportabler sem samnefnt fyrirtæki hefur þróað sem auka á skilvirkni og bæta á samskipti í starfsemi íþróttafélaga. Vel þykir hafa til tekist með fyrstu vöru fyrirtækisins sem er skipulagsapp fyrir þjálfara sem geta á einum stað komið skilaboðum til foreldra ungra iðkenda í alls kyns tómstundastarfi. Fleiri vörur eru í farvatninu að sögn Markúsar Mána Maute, framkvæmdastjóra Sportabler sem var stofnað árið 2017.

„Fyrsta varan okkar snýr að þessum skipulagsþætti. Með henni ætlum við að leggja grunninn að Sportabler. En það er bara til þess að einfalda allt skipulag og utanumhald um alla þessa ósýnilegu vinnu sem er í kringum íþróttastarfið. Þegar það er búið að straumlínulaga það er að hægt að færa meiri fókus á að útvíkka möguleika íþróttastarfsins. Eitt af því er að koma þjálfun gildra og jákvæðra persónuleikaþátta í gegnum íþróttir með markvissum hætti,“ segir Markús Máni í viðtali við ViðskiptaMoggann.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK