Fyrsta flugrekstrarleyfið frá 2013

Fyrsta flugvél Island Aviation, Cirrus SR22, TF-IAV á leiðinni í …
Fyrsta flugvél Island Aviation, Cirrus SR22, TF-IAV á leiðinni í þjálfunarflug í febrúar 2019.

Island Aviation hefur fengið útgefið flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Wow air var síðasti flugrekstraraðilinn til að fá útgefið flugrekstrarleyfi árið 2013. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Island Aviation mun hefja flugreksturinn í Reykjavík í útsýnisflugi og nota til þess 4 sæta flugvél af gerðinni Cirrus SR22.

Stjórn- og leiðsögutæki í flugvél Island Aviation eru af nýjustu …
Stjórn- og leiðsögutæki í flugvél Island Aviation eru af nýjustu gerð.

Í fréttatilkynningu segir að fallhlíf sé staðalbúnaður í flugvélinni og það sé í fyrsta skipti á Íslandi sem flugvél í atvinnuflugi sé með slíkan búnað. 

Reynir Þór Guðmundsson gegnir stöðu framkvæmdastjóra, flugrekstrarstjóra, tæknistjóra og flugstjóra og Greta Björg Egilsdóttir er þjónustu-og markaðsstjóri. Saman eiga þau þrjú börn sem ætla sér öll að taka þátt í uppbyggingu félagsins, samkvæmt fréttatilkynningu. Reynir Þór hefur mikla reynslu sem atvinnuflugmaður, flugvirki og framkvæmdastjóri. Hann hefur m.a. starfað hjá Landsflugi, Jöklaflugi, Viking Hellas, Erni og Þyrlufélaginu.

Eyjólfur Orri Sverrisson skoðunarmaður lofthæfideildar, Reynir Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri, flugrekstrarstjóri, …
Eyjólfur Orri Sverrisson skoðunarmaður lofthæfideildar, Reynir Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri, flugrekstrarstjóri, tæknistjóri og flugstjóri Island Aviation, Valur Stefánsson, gæðastjóri Island Aviation, Ómar Þór Edvardsson deildarstjóri lofthæfideildar og Þröstur Erlingsson skoðunarmaður flugrekstrardeildar.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK