Viðsnúningur í vöruskiptum

Innflutningur jókst mest á matvörum og drykkjavörum.
Innflutningur jókst mest á matvörum og drykkjavörum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vöruviðskiptin í janúar voru hagstæð um tæplega 7 milljarða króna. Í janúar 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 2,8 milljarða króna. Vöruviðskiptajöfnuður í janúar 2019 var því 9,7 milljörðum króna meiri en á sama tíma árið áður. 

Í janúar 2019 voru fluttar út vörur fyrir 59,4 milljarða króna og inn fyrir 52,5 milljarða króna fob (56,3 milljarða króna cif). 

Síðast afgangur af vöruskiptum í október 2016

Án skipa og flugvéla nam afgangur vegna vöruviðskipta í mánuðinum 4,7 milljörðum króna, samanborið við 2,7 milljarða króna halla í janúar 2018. Síðast var afgangur á vöruviðskiptum í október 2016, um 1,5 milljarða króna á gengi þess árs.

Í janúar 2019 var verðmæti vöruútflutnings 11,1 milljarði króna hærri en í janúar árið áður, eða 22,9% á gengi hvors árs1. Aukninguna má aðallega rekja til aukins útflutnings á sjávarafurðum og iðnaðarvörum. Iðnaðarvörur voru 51,0% alls útflutnings og jókst verðmæti þeirra um 12,8% miðað við janúar á síðasta ári. Sjávarafurðir voru 37,5% alls útflutnings og jókst verðmæti þeirra um 24,6% miðað við sama tíma á síðasta ári.

Í janúar 2019 var verðmæti vöruinnflutnings 1,3 milljörðum króna hærra en í janúar árið áður, eða 2,6% á gengi hvors árs. Innflutningur jókst mest á matvörum og drykkjavörum, að því er segir í frétt Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK