Ríkið eignast Farice að fullu

Farice á og rekur sæstrengi milli Íslands og Evrópu
Farice á og rekur sæstrengi milli Íslands og Evrópu

Ríkissjóður Íslands hefur keypt 38% hlut í Farice ehf. af Arion banka, en Farice á og rekur sæstrengina FARICE-1 og DANICE. Eftir kaupin á ríkið um 65% hlut í félaginu og á Landsvirkjun afganginn af hlutabréfunum. Er félagið því alfarið komið í eigu ríkisins. Kaupverðið er 740 milljónir króna að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Íslenska ríkið hefur skilgreint fjarskiptasambönd til útlanda sem innviði og eru kaupin gerð í ljósi þess. Arion banki varð hluthafi í Farice árið 2010 í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar en þar sem starfsemi Farice er ekki hluti af kjarnastarfsemi bankans, hefur hluturinn verið til sölu síðan þá.  

Farice var stofnað í nóvember árið 2002 af ríkinu og íslenskum og færeyskum fjarskiptafyrirtækjum. FARICE-1 strengurinn var tekinn í notkun í janúar 2004, en fimm árum síðar var DANICE strengurinn lagður til Danmerkur. Farice er  langstærsti aðilinn í sölu á samböndum milli Íslands og útlanda. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru fjarskiptafyrirtæki hvers konar og stærri viðskiptavinir gagnavera.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK