Keyptu fyrir 98 milljónir í VÍS

Óskabein á nú 2,49% hlut í VÍS.
Óskabein á nú 2,49% hlut í VÍS. mbl.is/Eggert

Fjárfestingafélagið Óskabein keypti í dag hlutabréf í VÍS fyrir tæplega 100 milljónir, en eftir viðskiptin á félagið samtals 48,5 milljónir hluta í félaginu, sem metnir eru á tæplega 563 milljónir króna, miðað við lokagengi í Kauphöllinni í dag.

Óska­bein ehf. er í eigu Andra Gunn­ars­son­ar, Engil­berts Haf­steins­son­ar, Fann­ars Ólafs­son­ar og Gests Breiðfjörð Gests­son­ar, en Gestur er jafnframt stjórnarmaður í VÍS.

Samtals keypti félagið 8,5 milljónir hluta í viðskiptunum í dag í tveimur lotum. Annars vegar á genginu 11,51 og hins vegar á genginu 11,6 krónur á hlut. Var heildarvirði kaupanna 98,26 milljónir.

Óskabein á eftir kaupin í dag 2,49% hlut í VÍS, en átti fyrir 2,05%.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar, vegna viðskipta fruminnherja, kemur fram að Óskabein sé einnig með framvirkan samning á gjalddaga í desember á næsta ári upp á 39,8 milljónir hluta, en sá samningur var gerður í júní 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK