Sex takast á um fimm sæti hjá Origo

Origo hf.
Origo hf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalfundur Origo fer fram á fimmtudaginn og hafa sex boðið sig fram til stjórnar, en fimm eiga sæti í stjórninni. Tvö munu hætta í stjórn félagsins, en þrjú sækjast eftir endurkjöri. Því eru þrír nýir í framboði sem vilja koma ný inn fyrir þá tvo stóla sem losna.

Í framboði, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar, eru þau Guðmundur Jóhann Jónsson, Gunnar Zoëga, Hildur Dungal, Hjalti Þórarinsson, Ívar Kristjánsson og Svafa Grönfeldt. Tilnefningarnefnd leggur til að Guðmundur, Hildur, Hjalti, Ívar og Svafa verði kjörin, en Gunnar er fyrrverandi fram­kvæmda­stjóri viðskiptaframtíðar hjá fyrirtækinu, en baðst lausnar frá störfum í desember. Tilnefningarnefnd leggur ekki til að hann taki sæti í stjórninni.

Fyrir sitja í stjórn þau Loftur Bjarni Gíslason og Emelía Þórðardóttir sem munu hætta í stjórn eftir aðalfundinn. Þá eru þau Hjalti, Hildur, Ívar og Guðmundur einnig í stjórninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK