10 milljarðar í arð

Arion banki.
Arion banki. Eggert Jóhannesson

Stjórn Arion banka leggur það til við aðalfund bankans, sem haldinn verður 20. mars næstkomandi, að greiddur verði út arður til hluthafa sem nemi 5 kr. á hvern hlut. Það jafngildir arðgreiðslu upp á 10 milljarða króna. Þá gera tillögur stjórnar ráð fyrir lækkun hlutafjár sem nemur 186 milljónum kr. að nafnvirði og felur það í sér jöfnun á eigin hlutum bankans.

Miðað við gengi bréfa bankans í Kauphöll jafngildir lækkunin tæpum 13,8 milljörðum króna. Þá gerir stjórnin einnig tillögu um að stjórnarlaun bankans hækki um 5%. Þannig fari mánaðarlaun stjórnarmanna úr 453.900 kr. í 476.600 kr. Laun varaformanns fari úr 680.793 kr. í 714.800 og laun stjórnarformanns úr 907.423 kr. í 952.800 kr.

Þessar fjárhæðir tvöfaldast hins vegar í þeim tilvikum þar sem stjórnarmenn eru erlendir. Núverandi stjórnarformaður er Eva Cderbalk. Verði hún endurkjörin formaður verða stjórnarlaun hennar 1.905.600 kr. á mánuði.

Sjá fréttina í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK