Aflandskrónur veikja gengið

Gengi krónunnar hefur lækkað töluvert undanfarin misseri.
Gengi krónunnar hefur lækkað töluvert undanfarin misseri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 0,8% frá því á mánudaginn síðasta sé miðað við gengisvísitölu Seðlabanka Íslands sem mælir styrk íslensku krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum. Seðlabanki Íslands greip inn í gjaldeyrismarkað í fyrradag með kaupum á gjaldeyri en bankinn hefur ítrekað gripið inn í undanfarna mánuði til þess að stemma stigu við veikingu íslensku krónunnar. Sé litið til eins árs aftur í tímann hefur gengi krónunnar lækkað um rúmlega 20% gagnvart bandaríkjadal og um tæplega 11% gagnvart evru.

Að sögn Daníels Svavarssonar, forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans, má líklega rekja hreyfinguna á genginu undanfarna daga til afnáms hafta á aflandskrónur en lögin um breytingar á lögum um gjaldeyrismál og meðferð krónueigna sem voru háðar sérstökum takmörkunum tóku í gildi á mánudag.

„Einu opinberu upplýsingarnar sem hafa komið fram og gætu verið að hreyfa þetta er afnám hafta á aflandskrónurnar. Líklega er það að spila inn í. Ef þessir fjárfestar hafa metið það sem svo að þeir vilji fara út með krónurnar sínar þá veldur það útflæði á gjaldeyrismarkaði,“ segir Daníel. Hann tekur þó fram að afnám bindiskyldu á innstreymi nýs innstreymis erlends gjaldeyris opni á aukið innflæði til styrkingar íslensku krónunni.

Sé litið til 12 mánaða aftur í tímann segir Daníel að það verði að setja í samhengi við það hvar Ísland er statt í hagsveiflunni.

„Krónan hefur gefið talsvert eftir. Það tengist almennt hvar við erum stödd í hagsveiflunni og horfum í ferðaþjónustu og þess háttar,“ segir Daníel við ViðskiptaMoggann.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK