Bandarískum ferðamönnum fækkar verulega

Farþegum Icelandair fjölgar á milli ára en farþegum WOW air …
Farþegum Icelandair fjölgar á milli ára en farþegum WOW air fækkar. Eggert Jóhannesson

Flugfélagið WOW air flutti 60 þúsund færri farþega í febrúar sl. en í febrúar árið 2018. Í tilkynningu frá félaginu segir að það hafi flutt 139 þúsund farþega til og frá landinu í síðasta mánuði, en í frétt Morgunblaðsins frá 9. mars 2018 segir að félagið hafi flutt 199 þúsund í febrúarmánuði þess árs.

Í tilkynningu WOW air segir einnig að sætanýting félagsins í mánuðinum hafi verið 84% en hafi verið 88% í sama mánuði í fyrra. Framboðnum sætum félagsins fækkaði um 28% milli ára og hlutfall tengifarþega var 39% í febrúar, en var 40% fyrir ári, samkvæmt tilkynningunni.

Fluttu 208 þúsund farþega

Hjá Icelandair varð hinsvegar aukning í flutningi farþega til og frá landinu í febrúar, en félagið flutti 208.252 farþega í mánuðinum samanborið við 190.720 í febrúar árið 2018, sem er níu prósenta aukning. Sætaframboð jókst um 8% milli ára, samkvæmt tilkynningu frá félaginu, og sætanýting var 75,6%, samanborið við 74,3% í febrúar í fyrra. Einnig segir að farþegum Air Iceland Connect hafi fækkað um 10% milli ára, en fraktflutningar Icelandair hafi aukist um 6% á sama tímabili.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK