Konur fá ekki boð í veiðiferðir

Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar og Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women …
Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar og Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Kristinn Magnússon

„Það er áhyggjuefni að sú framþróun sem ég hélt að væri að eiga sér stað hvað varðar aukið jafnrétti í atvinnulífinu á Íslandi, með fjölgun kvenna í stjórnum fyrirtækja og í framkvæmdastjórnum, hefur aðeins stöðvast,“ sagði Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, þegar ViðskiptaMogginn, settist niður á dögunum með honum og Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi, í tilefni af alþjóðadegi kvenna á morgun, föstudaginn 8. mars.  Slegið verður í bjöllu í 60 kauphöllum um allan heim í tilefni dagsins, þar á meðal í þeirri íslensku.  Viðburðurinn er haldinn í samstarfi Kauphallarinnar, Samtaka atvinnulífsins og UN Women á Íslandi.

Konur 22,1% framkvæmdastjóra

Eins og fram kom á ráðstefnu Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu 31. október síðastliðinn er enn langt í land hvað fullt jafnrétti í atvinnulífinu varðar. Þar kom fram að dregið hefði úr stjórnarformennsku kvenna á milli áranna 2012 og 2016 í fyrirtækjum með 50-249 starfsmenn. Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna var þannig 23,9% í lok árs 2016, sem var afturför. Þá kom fram að eftir því sem fyrirtæki voru stærri fækkaði konum í framkvæmdastjórastöðum. 22,1% framkvæmdastjóra voru kvenkyns í lok árs 2016.

Páll bætir við að þróunin sé honum ákveðin ráðgáta eins og hann orðar það. Hún valdi honum miklum vonbrigðum, og sé þvert á þær væntingar sem hann hafði fyrir 4-5 árum síðan, þegar lög um kynjakvóta í stjórnum tóku gildi.

Kemur ekki á óvart

Stella tekur undir orð Páls en segir þetta í raun ekki koma á óvart. Af 100 stærstu fyrirtækjum á Íslandi haldi konur um stjórnartaumana í aðeins 11% tilvika. „Það hefur sýnt sig að það er nóg til af frambærilegum konum. Þær sækja um stöðurnar en fá þær ekki. Hjá hinu opinbera hefur betur tekist til og jafnræði er komið á bæði í stjórnum og í framkvæmdastjórnum,“ segir Stella. Hún segir að mörgu þurfi líka að breyta í fyrirtækjamenningunni. „Ég þekki mörg dæmi um að konum sé til dæmis ekki boðið með í veiðiferðir þó að þær séu hluti af teymi.“

Lestu viðtalið við Pál og Stellu í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK