Origo greiðir milljarð í arð

Stjórn Origo.
Stjórn Origo. Ljósmynd/Aðsend

Samþykkt var á aðalfundi upplýsingatæknifélagsins Origo að greiða hluthöfum arð sem nemur kr. 2,205 á hlut fyrir árið 2018. Nemur heildarfjárhæð arðgreiðslunnar um einum milljarði króna.

Sjálfkjörið var í stjórn á aðalfundinum, en þau Svafa Grönfeldt og Hjalti Þórarinsson koma þar ný inn í stjórnina og Gunnar Zoëga var sjálfkjörinn sem varamaður í stjórn.

Þá samþykkti aðalfundur að lækka hlutafé félagsins úr kr. 465.303.309 að nafnverði í kr. 459.600.000 og að eigin hlutir félagsins að nafnverði kr. 5.703.309 séu þannig ógiltir.

Enn fremur var samþykkt að mánaðarleg stjórnarlaun verði kr. 590.000 fyrir formann og kr. 270.000 fyrir meðstjórnendur. Þóknun fyrir setu í undirnefndum verði þá kr. 62.000 fyrir hvern fund.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK