Stór gjalddagi nálgast

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Rax / Ragnar Axelsson

Þann 24. mars næstkomandi þarf WOW air að greiða ríflega 150 milljónir króna í vexti af skuldabréfum þeim sem félagið gaf út á síðari hluta síðasta árs. Það er skuldabréfaflokkur upp á 50 milljónir evra. Flokkurinn ber 9% vexti og er félaginu uppálagt að greiða þá á fjórum gjalddögum á ári.

Þegar tilkynnt var að ekki hefðu náðst samningar milli WOW air og Indigo Partners um aðkomu síðarnefnda félagsins að hinu fyrrnefnda, var ljóst að samkomulag sem náðst hafði við skuldabréfaeigendurna um skilmálabreytingar á bréfunum væri fallið úr gildi. Þær breytingar fólu m.a. í sér að eigendur bréfanna féllu frá forkaupsrétti að bréfum í félaginu og einnig að lengt yrði í bréfunum.

Enn ekkert heyrt frá WOW

Tilkynnt var að ekki hefði náðst samkomulag milli WOW air og Indigo Partners innan tilskilins frests þann 28. febrúar síðastliðinn. Þá í kjölfarið var tilkynnt að tillaga að nýju samkomulagi við skuldabréfaeigendurna yrði lagt fyrir þá. Enn hefur það ekki verið gert og heimildir ViðskiptaMoggans herma að í hópi eigendanna sé óánægja með að þeir séu í algjöru myrkri um hvað WOW air hyggist fyrir á komandi dögum.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK