2,5 milljarða inngrip Seðlabankans

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Inngrip Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði nam 2,5 milljörðum króna á þriðjudag til þess að vinna gegn veikingu íslensku krónunnar. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans.

Krónan hefur gefið verulega eftir undanfarin misseri en á mánudag veiktist krónan á skömmum tíma um 0,4% gagnvart evru og um 0,6% gagnvart Bandaríkjadal.

Samkvæmt sérfræðingi sem ViðskiptaMogginn ræddi við í vikunni má helst rekja hreyfinguna á genginu undanfarna daga til afnáms hafta á aflandskrónur en lögin um breytingar á lögum um gjaldeyrismál og meðferð krónueigna sem háðar voru sérstökum takmörkunum tóku gildi á mánudag.

„Einu opinberu upplýsingarnar sem hafa komið fram og gætu verið að hreyfa þetta er afnám hafta á aflandskrónurnar. Líklega er það að spila inn í. Ef þessir fjárfestar hafa metið það sem svo að þeir vilji fara út með krónurnar sínar þá veldur það útflæði á gjaldeyrismarkaði,“ sagði Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, á miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK