Chrysler-byggingin hrynur í verði

Chrysler-byggingin er á mótum Lexington Avenue og 42nd Street.
Chrysler-byggingin er á mótum Lexington Avenue og 42nd Street. AFP

Náðst hafa samningar um sölu á Chrysler-byggingunni í New York og er söluverðið rúmlega 150 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 18,3 milljarða króna. Þetta kemur fram í Wall Street Journal í dag.

Miðað við það hefur fjárfestingarfélagið Mubadala, sem er í eigu Sameinuðu arabísku furstadæmanna, tapað miklu fé á því að fjárfesta í byggingunni. Chrysler-byggingin þykir afar falleg en hún er í Art Deco-stíl. Mubadala keypti 90% hlut í byggingunni árið 2008 á 800 milljónir dala, sem svarar til 98 milljarða króna. 

Fasteignafélagið Tishman Speyer, sem hafði keypt bygginguna árið 1997 á 210-250 milljónir dala hélt eftir 10% hlut árið 2008.

Lokið var við bygginguna árið 1930 og er hún 319 metrar að hæð. Hún var hæsta bygging heims í ellefu mánuði eða allt þangað til lokið var við byggingu annars háhýsis á Manhattan, Empire State-byggingarinnar.

Um einkaframtak Walter Chrysler var að ræða en hann stofnaði samnefnt bílafyrirtæki, Chrysler.

Chrysler-byggingin á Manhattan.
Chrysler-byggingin á Manhattan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK