Bréfin lækkuðu um 9,66% í dag

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 9,66% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag, en mest fóru þau niður um 10,6% áður en þau hækkuðu aðeins á ný. Samtals voru viðskipti með bréf félagsins fyrir rúmlega 300 milljónir króna.

Um helgina komu fréttir um viðræður WOW air og Indigo partners, þar sem fram kom meðal annars að Indigo hygðist jafnvel setja meira fjármagn í félagið en upphaflega var áætlað. Þá hafa fréttir sem tengjast hrapi Boeing 737 MAX8 flugvélar Ethiopian airlines í Kenýa, skömmu eftir flugtak í gær, einnig haft áhrif á verð flugfélaga í dag.

Icelanda­ir hef­ur tryggt sér kauprétt á sam­tals sex­tán Boeing 737 MAX8- og MAX9-vél­um. Af þeim eru níu 737 MAX8-vél­ar sem taka 160 farþega í sæti og sjö 737 MAX9-vél­ar sem taka 178 farþega í sæti. Félagið hefur þegar tekið þrjár slíkar vélar í notkun.

Gengi hlutabréfa Icelandair stendur nú í 7,48 krónum á hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK