Gengi Icelandair hríðfellur

Gengi Icelandair lækkar mikið í morgunsárið.
Gengi Icelandair lækkar mikið í morgunsárið. mbl.is/Eggert

Hlutabréfaverð í Icelandair Group lækkaði um 10,6% í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Viðskiptin námu 57,3 milljónum króna. Stendur gengið nú í 7,4 krónum á hlut.

Lækkunina má líklega rekja til viðræðna WOW air við Indigo Partners um helgina þar sem fram kom m.a. að bandaríska fjárfestingafélagið hygðist jafnvel setja meira fjármagn í félagið en áætlað var.

Icelandair hefur fest kaup á 9 Boeing 737 MAX 8 …
Icelandair hefur fest kaup á 9 Boeing 737 MAX 8 vélum. mbl.is/Árni Sæberg

Boeing tekur dýfu á markaði

Hlutabréfaverð í bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing lækkaði einnig í dag í viðskiptum áður en markaðir opnuðu en farþegavél af gerðinni Boeing 737 MAX8 hrapaði í Eþíópíu skömmu eftir flugtak í gær. Í Bandaríkjunum nam lækkunin 10,6% en í Þýskalandi um 7,6%.

Icelandair hefur tryggt sér kauprétt á samtals sextán Boeing 737 MAX8- og MAX9-vélum. Af þeim eru níu 737 MAX8-vélar sem taka 160 farþega í sæti og sjö 737 MAX9-vélar sem taka 178 farþega í sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK