Ástralar kyrrsetja Boeing 737 MAX 8

Boeing 737 MAX 8-vél.
Boeing 737 MAX 8-vél. AFP

Flugyfirvöld í Ástralíu eru þau nýjustu til þess að hafa kyrrsett Boeing 737 Max 8-vélar. Bætast þau þar með í hóp Kína og Indónesíu sem einnig hafa kyrrsett vélarnar í kjölfar þess að 737 MAX 8-vél Ethiopian Airlines fórst á sunnudag þar sem 157 manns létu lífið. Þetta kemur fram á Financial Times.

Suðurkóreska flugfélagið Eastar Jet tilkynnti einnig fyrir skömmu að það hefði kyrrsett vélar þessarar gerðar.

Slysið í Eþíópíu átti sér stað aðeins fimm mánuðum eftir að 737 MAX 8-vél í eigu Lion Air frá Indónesíu fórst skömmu eftir flugtak þar sem 189 manns létu lífið.

Í tilkynningu frá áströlskum flugyfirvöldum í dag sagði að þau hefðu kyrrsett allar Boeing 737 MAX-vélar til og frá landinu. „Þetta er tímabundin ráðstöfun á meðan við bíðum frekari fregna til þess að yfirfara áhættuna á frekari notkun Boeing 737 MAX.“

Ákvörðun ástralskra flugyfirvalda hefur aðeins áhrif á flugfélög frá Singapúr, SilkAir og Fiji Airways, í ljósi þess að ekkert ástralskt flugfélag notar slíkar vélar.

Flugfélög víða um heim hafa kyrrsett Boeing 737 MAX 8-vélarnar á meðan önnur félög, þar á meðal Icelandair, hafa staðið fast á þeirri skoðun að vélarnar séu í lagi, en þau muni fylgjast grannt með gangi mála í samvinnu við flugmálayfirvöld.

Frá því í maí 2017 hefur Boeing afhent 350 737 MAX 8-vélar en þegar hafa verið pantaðar 5.000 vélar.

Icelandair notar þrjár slíkar vélar í dag og sex í viðbót á þessu ári eru á leiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK