Hafa minnkað matarsóun um helming

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Ljósmynd/Aðsend

Verslunarkeðjan Krónan hefur náð að draga úr matarsóun um helming á undanförnum misserum, meðal annars með átaki sem gengur undir nafninu „síðasti séns.“ Þá hefur keðjan sparað hátt í 300 tonn af pappa með því að nota fjölnota kassa fyrir innflutt grænmeti í stað pappakassa og með því að hætta að senda út fjölpóst í hverri viku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Krónunni.

Félagið hefur þá náð 25-50% orkusparnaði með því að skipta út kælum í verslunum, taka upp CO2 kælikerfi og taka upp led lýsingu. Með því að hætta að bjóða upp á frauðplastbolla á kaffistofum og skrifstofum hafa einnig sparast 60 þúsund bollar árlega.

Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að þau telji mikilvægt að leggja sitt af mörkum í umhverfismálum. „Við höfum þegar gert töluverðar breytingar til góðs í verslunum okkar en erum hvergi nærri hætt. Þessi úttekt á stöðu umhverfismála hjá okkur var gerð því það er mikilvægt að skoða árangurinn og setja sér svo ný markmið,“ er haft eftir henni. „Krónan hefur ýmis áform um það sem við viljum gera á komandi mánuðum og árum og leitum stöðugt nýrra leiða til að geta boðið viðskiptavinum okkar  umhverfisvænni umbúðir. Þá erum við að leita að vélum til að pakka inn kjöti sem selt er í Krónunni í umhverfisvænni umbúðir og höfum þegar náð árangri með allt hakk og hamborgara Krónunnar sem er komið í umhverfisvænni umbúðir en áður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK