Jón Guðmann hættir í bankaráði

Jón Guðmann Pétursson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans.
Jón Guðmann Pétursson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Jón Guðmann Pétursson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans. Jón Guðmann var fyrst kjörinn í bankaráð Landsbankans hf. í apríl 2016.

Jóni Guðmanni er þakkað fyrir öflugt starf í þágu bankans á undanförnum árum, í tilkynningu Landsbankans til Kauphallar í kvöld.

Jón Guðmann var fjármálastjóri Hampiðjunnar árin 1987-2002 og forstjóri fyrirtækisins árin 2002-2014. Hann hefur setið í stjórnum fjölmargra innlendra og erlendra fyrirtækja, þar á meðal í stjórn Hampiðjunnar árin 2006-2014 og í stjórnum dótturfélaga hennar í Danmörku, Írlandi, Litháen og fleiri löndum, stjórn Royal Iceland 2014-2016, stjórn Iceland Seafood International árin 2009-2011, stjórn Vaka árin 2002-2004 og í stjórn Kauphallar Íslands árin 1996-1999.

Þá var Jón í reikningsskilaráði Íslands árin 2001-2004 og sat í stjórn Lífeyrissjóðs Framsýnar árin 2002-2005. Jón Guðmann var formaður endurskoðunarnefndar bankaráðs Landbankans, þar til nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK