Icelandair lækkar eftir tilkynningu Breta

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 8,4% það sem af er degi, en gengið hafði haldist nokkuð stöðugt þangað til bresk flugmálayfirvöld greindu frá því að um hálftvö í dag að íslenskum tíma að allt flug þota af gerðinni Boeing 737 MAX8 væri bannað í lofthelgi landsins.

Með ákvörðun sinni hafa bresk flug­mála­yf­ir­völd gripið til sam­bæri­legra aðgerða og gert hef­ur verið í Ástr­al­íu, Singa­púr, Kína, Indó­nes­íu og Malas­íu. Þá hefur norska flugfélagið Norwegian einnig ákveðið að stoppa notkun flugvélanna í bili. Hafa hlutabréf í Norwegian lækkað um 7,5% eftir að tilkynningin frá Bretlandi barst.

Icelanda­ir hef­ur verið með þrjár slík­ar þotur í notk­un frá því síðasta vor. Sex aðrar eru vænt­an­leg­ar í flota fé­lags­ins næsta vor og fleiri árið 2020. Farþegaþota sömu teg­und­ar fórst einnig við strend­ur Indó­nes­íu í októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK