„Helgin fari í að nauðlenda Wow“

Ritstjóri Túrista telur að það yrði dýrt fyrir Icelandair að …
Ritstjóri Túrista telur að það yrði dýrt fyrir Icelandair að taka á sig allar fjárhagsskuldbindingar Wow. mbl.is/Eggert

„Það er nokkuð ljóst að félagið er varla til í að taka á sig allar byrðar Wow air, félags sem er skuldum vafið og í vanskilum víða. Ekki bara á Keflavíkurflugvelli eins og við sáum í ársskýrslu Isavia í gær, heldur víða annars staðar,“ segir Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, í samtali við mbl.is.

Hann bætir við að það yrði kostnaðarsamt fyrir Icelandair að taka við flugvélum Wow air ef litið er til þeirra fjárhagsskuldbindinga sem hvíla á félaginu.

Fram kom í samtali mbl.is við Stein Loga Björnsson, forstjóra Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair, í gær að hann telji „að Icelandair séu tilbúnir að taka þráðinn upp að nýju er augljóslega keyrt áfram af óvissunni í kringum MAX-inn“.

Kristján bendir hins vegar á að „Icelandair var rekið með miklu tapi í fyrra og forstjóri félagsins hefur sagt að fyrsti ársfjórðungur í ár verði þungur“.

Þá segir hann yfirstandandi söluferli eigna Icelandair hugsanlega spila inn í ákvörðun félagsins um að hefja viðræður við Wow að nýju.

Kristján Sigurjónsson.
Kristján Sigurjónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Félagið er að reyna að selja hótelkeðjuna sína og hefur boðað sölu á ferðaskrifstofunni sem félagið á. Verðlagning þessara eigna ræðst meðal annars af því hvernig ferðaþjónustunni gengur, sem um sinn tengist því hvernig fólk kemst til og frá landinu og að flugsamgöngur séu í föstum skorðum. Þá er náttúrulega slæmt að missa út flugfélag sem sinnir þriðjungi af flugferðunum,“ útskýrir Kristján.

„Maður vonar auðvitað það besta, en það læðist að manni sá grunur að helgin fari kannski meira í að finna leiðir til þess að nauðlenda Wow heldur en hvernig Icelandair eigi að taka félagið yfir,“ segir hann.

Reynt var að hafa samband við Skúla Mogensen, forstjóra Wow air, og Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK