Marel stærra en fimm næstu

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og kauphallarbjallan.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og kauphallarbjallan. mbl.is/Hari

Markaðsverðmæti fyrirtækjanna 19 sem skipa aðallista Kauphallar Íslands nemur um þessar mundir rétt ríflega 1.000 milljörðum króna. Í þeim hópi er eitt fyrirtæki sem gnæfir yfir önnur þegar verðmætið er annars vegar. Það er Marel en markaðsvirði þess er í dag um 348 milljarðar króna. Hlutfallsleg stærð fyrirtækisins miðað við hin sem í Kauphöllinni eru til viðskipta er slík að næstu fimm fyrirtæki á listanum, sé þeim raðað eftir stærð, slaga upp í stærð Marels eina og sér. Það eru Arion banki sem metinn er á ríflega 137 milljarða, Reitir sem metnir eru á ríflega 54 milljarða, HB Grandi sem er á svipuðum slóðum, Hagar sem verðleggjast á 52 milljarða og Icelandair sem í dag er metið á ríflega 43 milljarða.

Gríðarleg hækkun hefur orðið á bréfum Marels það sem af er þessu ári og nemur hún ríflega 43%. Ekkert félag á listanum hefur hækkað jafn mikið frá áramótum.

Næstmest er hækkun bréfa Kviku banka en bréf hans hafa hækkað um ríflega 42% frá áramótum. Félagið var tekið inn á aðalmarkaðinn í lok marsmánaðar en bréf hans höfðu gengið kaupum og sölum á First North-markaðnum frá því í fyrra. Á fáum mánuðum hefur gengi bréfanna hækkað um nærri 60%. Sú hækkun veldur því að félagið er nú orðið verðmætara en Origo, Sýn, Heimavellir og Skeljungur. Tryggingafélögin þrjú sem skráð eru á markað hérlendis hafa sótt í sig veðrið það sem af er ári eftir talsvert hökt á síðustu misserum. Mest hafa bréf VÍS hækkað um ríflega 37% frá áramótum en Sjóvá og TM hafa hvort um sig hækkað um ríflega 30%.

Lesa má fréttaskýringu um fyrirtæki í Kauphöll Íslands í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK