Horft til stærri ökutækja

Horfa þarf til stærri ökuækja til þess að draga frekar …
Horfa þarf til stærri ökuækja til þess að draga frekar úr kolefnislosun í landsamgöngum. Júlíus Sigurjónsson

Orkuskipti bílaflota Íslendinga ganga almennt hratt og vel að mati Jóns Björns Skúlasonar, framkvæmdastjóra Íslenskrar Nýorku, en ganga þarf lengra til þess að ná fram þeim samdrætti í kolefnislosun sem Parísarsáttmálinn kveður á um. Er þá einkum horft til stærri ökutækja, á borð við rútur, flutningabíla og strætisvagna.

„Við erum að horfa mikið á það þessa dagana að reyna að koma þessum stærri ökutækjum á vistvænt eldsneyti. Staðan í dag er raunverulega sú að það eru engar ívilnanir í gangi. Þær tillögur sem nú liggja fyrir í Fjármálaráðuneytinu eru góðar en nægja sennilega ekki til þess að hreyfa við stærri fyrirtækjum,“ segir Jón Björn í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann segir tillögurnar vera stórt skref fram á við og að mörg ríki horfi til þessara hugmynda Íslendinga.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK