Fjárfestingin í HS Orku til langs tíma

Jarðvarmi á í dag 100% í HS Orku, en mun …
Jarðvarmi á í dag 100% í HS Orku, en mun selja 50% til Ancala partners. mbl.is/Ómar Óskarsson

Félagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, horfir á fjárfestingu sína í HS Orku og Bláa lóninu til langs tíma. Í dag voru tilkynnt kaup félagsins á öllu hlutafé í HS Orku, en í framhaldinu mun Ancala Partners kaupa 50% hlut og þannig verða helmingseigandi í félaginu á móti Jarðvarma. Engin áform eru uppi um frekari sölu á bréfunum að svo stöddu, en kaup Magma Energy Sweden og aðkoma Ross Beatys, sem hefur verið stjórnarformaður félagsins, hafa verið umdeild.

Samhliða þessum viðskiptum mun félagið Blávarmi, sem er í eigu sömu lífeyrissjóða og Jarðvarmi, kaupa bréf HS Orku í Bláa lóninu. Með því er verið að færa eignina í Bláa lóninu frá HS Orku yfir í sérstakt félag sem lífeyrissjóðirnir eiga án þess að Ancala Partners sé hlutaðeigandi.

Davíð Rúdólfsson, stjórnarformaður Jarðvarma og félagsins Blávarma, segir í samtali við mbl.is að gengið hafi verið frá kaupunum á hlut Magma Energy frá Innergex snemma í morgun, sem og kaupum á 12,7% hlut fagfjárfestingasjóðsins ORK. Nú taki við frágangur í tengslum við kaup Ancala.

Hluthafar Jarðvarma.
Hluthafar Jarðvarma.

Spurður út í áform Jarðvarma með hlutinn í bæði HS Orku og Bláa lóninu segir Davíð að félagið hafi verið hluthafi frá 2011 og ætli sér að vera það áfram. „Við horfum áfram á þetta sem langtímafjárfestingu.“ Hann segir að með kaupunum núna skapist meiri stöðugleiki um félagið eftir nokkurn óróleika undanfarin ár. „Þetta eru tveir öflugir hluthafar sem geta stutt HS Orku á vegferð sinni,“ segir hann og bætir við að Ancala sé bæði sterkur fjárhagslegur bakhjarl og með mikla reynslu á sviði innviðafjárfestinga og mikla sérþekkingu á þeim markaði sem HS Orka starfi á.

Gildi og Lífeyrissjóður verslunarmanna eru stærstu einstöku eigendur Jarðvarma og Blávarma, með um 20% hvor sjóður. Frjálsi og LSR koma þar næst með um 9% hvor sjóður. 

Hluthafar Jarðvarma.
Hluthafar Jarðvarma.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK