Draga þarf lærdóm af þrautavaralánveitingu

Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnir skýrsluna í dag.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnir skýrsluna í dag. mbl.is/​Hari

Mikilvægt er að draga lærdóm af reynslunni um þrautavaralán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi rétt fyrir fall bankans. Í fyrsta lagi þarf að skýra stjórnsýslu í kringum veitingu lána til þrautavara betur og í öðru lagi þarf að draga þann lærdóm að veð í hlutafé erlends banka er ekki heppilegt þegar veitt er lán til innlendra banka. Þetta er sá lærdómur sem kemur fram í skýrslu Seðlabankans um veitingu og afdrif þrautavaraláns til Kaupþings sem veitt var 6. Október 2008.

Lánið var upp á 500 milljónir evra, en ólíklegt er að meira en þær 260 milljónir evra sem þegar hafa  fengist innheimtar skili sér upp í lánið.

Eftir á hefði verið betra að veita ekki lánið

Í inngangi skýrslunnar, sem ritaður er af Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, kemur fram að með seinni tíma gögnum sjáist að ákvörðun um lánveitinguna hafi byggst á því að tryggja mætti að einn banki yrði áfram stafandi og að traust veð gerði lánaáhættuna litla. „Við vitum nú að hvorugt var rétt og að eftir á að hyggja hefði verið betra að veita ekki lánið,“ segir í innganginum.

Már bætir svo við að það sé hins vegar ekki þar með sagt að það hafi verið rangt sjónarmið miðað við aðstæður og þær upplýsingar sem lágu fyrir að veita lánið. „Allt orkar tvímælis þá gjört er og ekki er alltaf viðeigandi að nota einungis mælistikur upplýsinga síðari tíma þegar einstakar ákvarðanir eru metnar. Í því fjármálalega fárviðri sem þá geisaði um allan heim réru bankar lífróður og seðlabankar og önnur stjórnvöld komu til aðstoðar.“

Í skýrsl­unni er einnig varpað ljósi á sölu Seðlabank­ans á FIH-bank­an­um í Dan­mörku en neyðarlánið var veitt gegn alls­herj­ar­veði í bank­an­um á sín­um tíma.

Skýrsl­an hef­ur verið í vinnslu frá 2015 og var út­gáfu henn­ar ít­rekað verið frestað. Í viðtali sem birt var við Má Guðmunds­son seðlabanka­stjóra í ViðskiptaMogg­an­um 20. mars síðastliðinn kom fram að skýrsl­an myndi koma út 30. apríl, það frestaðist svo í tvígang eftir það.

Seðlabankinn kynnir nú niðurstöður skýrslunnar á fundi í Seðlabankanum.

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK