Nasdaq fellur frá tilboðinu

Nasdaq á kauphöllina á Íslandi.
Nasdaq á kauphöllina á Íslandi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Bandaríska kauphallarfyrirtækið Nasdaq hefur fallið frá tilboði sínu í kauphöllina í Ósló og er því ljóst að hún verður keypt af Euronext. Stjórnvöld í Noregi höfðu heimilað báðum fyrirtækjunum að gera tilboð í kauphöllina og að tilboðin stæðust norsk lög.

Euronext, sem á og rek­ur kaup­hall­irn­ar í Par­ís, Amster­dam, Brus­sel, Dublin og Lissa­bon, hafði um miðjan maí tryggt sér stuðning 53,4% hlut­hafa. Ef af kaup­un­um verður mun Euronext taka við rekstr­in­um í lok júní.

Nas­daq, sem á og rek­ur aðrar kaup­hall­ir á Norður­lönd­un­um sem og kaup­hall­irn­ar í Eystra­salts­ríkj­un­um, naut aft­ur á móti stuðnings kaup­hall­ar­inn­ar í Ósló sem og fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. Jafn­framt hafa 35% hlut­hafa lýst yfir stuðningi við til­boð Nas­daq, þar á meðal tveir stærstu hlut­haf­arn­ir, norski bank­inn DNB og líf­eyr­is­sjóður­inn KLP. 

Bæði Euronext og Nas­daq eru að bjóða um 700 millj­ón­ir evra í kaup­höll­ina en kaup­höll­in í Ósló er ein af fáum sjálf­stætt starf­andi kaup­höll­um í Evr­ópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK