Björn nýr sölustjóri á K100

Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í …
Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi.

Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn til Árvakurs sem sölustjóri á útvarpsstöðinni K100.

Björn, sem jafnan er kallaður Bússi, hefur víðtæka reynslu í bæði sjónvarpi og útvarpi. Hann hefur starfað sem framleiðandi hjá RVK Studios og stýrt framleiðslu á tveimur þáttaröðum af Latabæ fyrir Turner Broadcasting. 

Þá hefur hann gegnt starfi sjónvarpsstjóra Skjás eins og dagskrárstjóra Stöðvar 2 ásamt því að hafa byggt upp og stýrt fjölmörgum útvarpsstöðvum, s.s. FM957 og X-inu 977. Þá stýrði hann framleiðslu á 70 mínútum og byggði upp sjónvarpstöðina Popptíví. Ennfremur starfaði hann sem yfirmaður markaðs- og auglýsingamála hjá Árvakri á árunum 2008-2011.

„Það er okkur mikið ánægjuefni að fá Bússa til starfa hjá okkur,“ segir Magnús E. Kristjánsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Árvakurs. „Hann er virkilega öflugur liðsmaður enda þaulvanur markaðs og fjölmiðlamaður og við hlökkum mikið til að fá hann í okkar hóp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK