Veita Íslandspósti 1,5 milljarða

Íslandspóstur bað um milljarða, en fær milljarða vegna ófjármagnaðrar byrði …
Íslandspóstur bað um milljarða, en fær milljarða vegna ófjármagnaðrar byrði fyrirtækisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt beiðni Íslandspósts um aukið framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu til þess að viðhalda póstdreifingu. Hefur stofnunin als samþykkt greiðslu tæplega 1,5 milljarða króna til Íslandspósts.

Sótti Íslandspóstur um 2,65 milljarða króna úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna hraða og tíðni sendinga, erlendra bréfa, dreifingar í dreifbýli og sérstakar sendingar fyrir blinda frá fyrsta janúar 2013 til ársloka 2017.

Upphæðin var hins vegar lækkuð þar sem „ekki sé heimilt að sækja um framlag vegna alþjónustu vegna þjónustu sem heyrir undir einkarétt, en dreifing á póstsendingum erlendis frá undir 50 gr. falla undir einkarétt félagsins.“

Segir á vef Póst- og fjarskiptastofnunarinnar að með ákvörðun sinni „hefur stofnunin fallist á umsókn félagsins varðandi erlendar póstsendingar. Vísar stofnunin m.a. til þess að Íslandspósti sé skylt að sinna alþjóðlegum skuldbindingum Íslands.“

Þá telur stofnunin að ófjármögnuð byrði Íslandspósts vegna erlendra sendinga vera 1,463 milljarðar króna á tímabilinu 30. október 2014 til 31. desember 2018 „eða sem nemur 350 millj. kr. að meðaltali á ári, sem jöfnunarsjóði alþjónustu er heimilt að greiða. Hafi þá verið tekið tillit til fyrningar krafna frá árunum 2013-2014 og að viðbættu árinu 2018.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK