Hyggst enn endurreisa WOW air

Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen.

„Þó að þetta hafi farið jafn skelfilega og það gerði með WOW air þá er alveg ljóst að Skúli hefur ekki sagt sitt síðasta í viðskiptum og hann á eftir að rísa upp úr þessu. Ég held að það viti enginn, jafnvel hann sjálfur, með hvaða hætti það verður,“ segir Stefán Einar Stefánsson, höfundur nýrrar bókar um flugfélagið WOW air sem ber titilinn WOW - Ris og fall flugfélags og kom út í útgáfu Vöku-Helgafells í gærdag.

Í samtali við ViðskiptaPúlsinn fór Stefán yfir vel valin atriði úr bókinni. Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, hyggst í fyrsta sinn í næstu viku, á Startup Iceland, tjá sig opinberlega eftir fall WOW air. Samkvæmt heimildum Viðskiptapúlsins hyggst Skúli tala um reynslu sína og lærdóm af endurreisn OZ og hvernig hann hyggist enn gera slíkt hið sama við WOW air.

Stefán telur aftur á móti ólíklegt að Skúli eigi afturkvæmt á flugmarkað.

„Ég lýsi því reyndar í bókinni að það sé harla óliklegt að hann eigi afturkvæmt á flugrekstrarsviðið vegna þess hvernig félagið skildi við sína lánardrottna. Þetta byggir auðvitað mikið á viðskiptasamböndum og „goodwill“ í flugvélaleiguheiminum og frá flugvélaframleiðendunum,“ segir Stefán.

Stefán Einar Stefánsson.
Stefán Einar Stefánsson. Rax / Ragnar Axelsson

Stefán minnist í því samhengi á hugmyndir Skúla um að endurreisa félagið skömmu eftir fall WOW air.

„Hann reyndi auðvitað fyrstu dagana eftir fall WOW air að endurreisa félagið á grundvelli félags sem kallað var NewCo. Þar var hugmyndin að safna um 40 milljónum dollara í nýju hlutafé og ræsa þetta aftur. En eins og ég rek ég í bókinni þá er það þannig að OZ fór á hausinn á sínum tíma upp úr aldamótunum þegar netbólan sprakk og Ericson símarisinn lenti í vandræðum. Þeir sögðu þá upp stórum þjónustusamningi við OZ og það fór allt í skrúfuna,“ segir Stefán og heldur áfram.

„Honum tókst fyrir eigið afl og stuðning annarra, meðal annars Björgólfs Thors, sem var þá orðinn eigandi á Landsbankanum, sem var aðal lánardrottinn hans persónulega og OZ, þá tókst honum að endurreisa félagið í Kanada, Montréal, og á fáum árum að gera það milljarða virði. En það er önnur bara önnur staða uppi með WOW air. Það er bæði hvernig félagið fer á hausinn, það er umfang þess og á hvaða markaði það starfar sem gerir það að verkum að það er ekki auðvelt að taka í raun sama snúninginn á þessu eins og gert var í tilfelli OZ á sínum tíma.“

Hlusta má á níunda þátt Viðskipta­púls­ins hér að ofan. Þá má einnig nálg­ast þátt­inn í gegn­um helstu podcast-veit­ur hjá Itu­nes, Spotify og Google Play.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK