Kröfu ALC vísað frá dómi

Vél í eigu ALC í vörslu Isavia á Keflavíkurflugvelli.
Vél í eigu ALC í vörslu Isavia á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson

Kröfu bandarísku flugvélaleigunnar ALC um að Isavia aflétti kyrrsetningu á flugvél fyrirtækisins, sem hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air í lok mars, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Greint var frá málinu á vef RÚV. ALC er gert að greiða Isavia 800 þúsund krónur í málskostnað.

Vélin, Airbus A321 með númerinu TF-GPA, sem áður var í notkun hjá WOW air, hefur lengstan tíma kyrrsetningarinnar staðið á flughlaðinu í Keflavík. Hún var þó færð inn í flugskýli um miðjan maí til viðhalds.

Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í byrjun maí að Isa­via væri heim­ilt að halda vél­inni vegna þeirra gjalda sem henni tengj­ast, en ekki vegna annarra skulda WOW air við Isa­via. 

Isavia kærði niðurstöðuna til Landsréttar sem hafnaði einnig kröfum ALC um að fá vélina afhenta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK