Komin tilboð í allt útboðið

Alls eru til sölu 100 milljónir hluta sem samsvarar 15% …
Alls eru til sölu 100 milljónir hluta sem samsvarar 15% af útgefnu hlutafé Marels. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilboð og áskriftir hafi borist fyrir fullum fjölda þeirra hluta sem boðnir eru til sölu í hlutafjárútboði Marel, að meðtöldum valrétti til að mæta umframeftirspurn. 

Áætlað er að áskriftartímabili í almenna útboðinu ljúki 5. júní 2019 kl. 15:30 að íslenskum tíma og tilboðstímabili í lokaða útboðinu ljúki 6. júní 2019 kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Fyrr í vikunni var greint frá því að sjóðastýringafélagið Blackrock og eignastýringararmur alþjóðlega fjárfestingabankans Credit Suisse hafi skuldbundið sig til að kaupa 16,2-18,6 milljónir hluta í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Marel sem efnt er til í tengslum við skráningu félags á markað í Kauphöllinni í Amsterdam.

Hlutdeild þessara fyrirtækja í útboðinu mun því liggja á bilinu 26,2-28,6%. Í kjölfar þess munu þau því halda á 3,4-3,7% af útistandandi hlutum í félaginu.

Alls eru til sölu 100 milljónir hluta sem samsvarar 15% af útgefnu hlutafé fyrirtækisins. Þar af verður tæplega 91 milljón nýir hlutir gefnir út og allt að tæplega 9,1 milljón hluta í tengslum við hefðbundinn valrétt til að mæta mögulegri umframeftirspurn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK