Minnsti hagvöxtur í 5 ár

Vöxtur í einkaneyslu hefur ekki verið minni síðan 2014.
Vöxtur í einkaneyslu hefur ekki verið minni síðan 2014. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Minnsti hagvöxtur á tólf mánaða tímabili var á fyrsta ársfjórðungi frá árinu 2014 og nam hann 1,7% samanborið við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í nýrri hagspá Landsbankans. Þá minnkuðu þjóðarútgjöld um 2,8%, en það er samtala einkaneyslu, samneyslu og fjármunamyndunar.

Segir að hagvöxtur á fjórðungnum hafi reynst meiri en opinberar spár gera ráð fyrir að verði yfir árið í heild. Hins vegar hafi einn fjórðungur „lítið forspárgildi fyrir árið í heild en flestir opinberir spáaðilar gera ráð fyrir lítils háttar samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári“ og er talið að þessar tölur hafi engin áhrif á spár fyrir árið 2019.

Jafnframt er tekið fram að um bráðabirgðatölur sé að ræða.

33,6% samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu

Vöxtur einkaneyslu var 2,8% og hefur hún ekki verið minni síðan þriðja ársfjórðung 2014. „Vöxtur einkaneyslu hefur leitað nær stöðugt niður á við allt frá því að hann náði tímabundnu hámarki í 9,8% á fyrsta fjórðungi 2017,“ segir í hagspánni og er talið að vöxtur einkaneyslu á árinu verði 1,8%.

Kemur fram að „fjármunamyndun dróst saman um 9,4% á fjórðungnum sem er mesti samdráttur síðan á fyrsta fjórðungi 2013. Mikill samdráttur í fjármunamyndun kemur ekki á óvart en samdrátturinn skýrist fyrst og fremst af 33,6% samdrætti í atvinnuvegafjárfestingu.“

Hins vegar hafi útflutningur aukist um 2,6% milli ára, en hann kemur í kjölfar 5,9% samdráttar á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Var samdráttur í þjónustuútflutningi, en á móti var 11,1% vöxtur í vöruútflutningi á fyrsta ársfjórðungi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK