Snúa við hverri krónu

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er rétti tíminn til að snúa við hverri krónu og skoða leiðir til að gera betur,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um hvernig ríkið ætlar að bregðast við fyrirsjáanlegum samdrætti í tekjum ríkissjóðs.

Afkoma ríkissjóðs getur mögulega versnað um allt að 35 milljarða á þessu ári og jafn mikið á því næsta, án allra mótvægisaðgerða. Þetta kemur fram í tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 sem Bjarni hefur lagt fram á Alþingi.

Gripið verður til fjölbreyttra ráðstafana og segir Bjarni að umfang þeirra sé um tíu milljarðar á ári. Meðal annars er hugmynd um að seinka lækkun bankaskatts um eitt ár. Verið er að endurmeta ýmis útgjaldaáform eins og t.d. uppbyggingu á Stjórnarráðsreitnum og að hliðra eitthvað til ferli uppbyggingar Nýsköpunarsjóðs. Útgreiðslur vegna þyrlukaupa munu einnig færast til vegna aðstæðna.

Unnið hefur verið að ýmsum umbótaverkefnum til að tryggja betri ráðstöfun opinbers fjár. Útgjöld eru endurmetin og skoðað hvort hægt sé að gera betur. Bjarni segir kröfu gerða um að það skili ákveðinni hagræðingu á næstu árum. Eins á stafræn opinber þjónusta að skila hagræðingu. „Þetta leggst allt saman í allnokkra milljarða sem gerir okkur kleift að stefna að hallalausum rekstri,“ sagði Bjarni.

Staðið verður við áform um skattalækkanir en til stendur að lækka tekjuskattinn.

Umbætur sem gerðar hafa verið í almannatryggingum og sjúkratryggingum á undanförnum árum taka mjög mikið til sín sem þýðir minna svigrúm fyrir aðrar áherslur í ríkisfjármálunum. Bjarni sagði mikilvægt að koma í veg fyrir bótasvik en bótakerfin ættu að ná til þeirra sem eru í mestri þörf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK