Landsbanki og Kvika lækka vexti

Landsbankinn og Auður, fjármálaþjónusta á vegum Kviku, hafa lækkað vexti á innlánsreikningum. Hjá Auði fara innlánsvextirnir úr 4% í 3,5% og hjá Landsbankanum lækka breytilegir innlánsvextir í krónum  í flestum tilvikum um 0,10 - 0,50 prósentustig en standa í einhverjum tilvikum í stað. 

Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða voru lækkaðir um 0,50 prósentustig og fastir vextir til 36 mánaða lækkaðir um 0,30 prósentustig hjá Landsbankanum. Fastir vextir verðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða voru lækkaðir um 0,35 prósentustig. Breytingar á föstum vöxtum íbúðalána tóku gildi 29. maí sl.

Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,40 prósentustig og breytilegir vextir verðtryggðra íbúðalána lækka um 0,30 prósentustig. Aðrir breytilegir útlánsvextir í krónum lækka um 0,30 - 0,50 prósentustig, segir á vef Landsbankans.

Vextir á lægstu fjárhæðarþrepum Vaxtareiknings hækka á hinn bóginn um 0,25 prósentustig. Þá verður 7 daga lágmarksbinditími innstæðna á Vaxtareikningi afnuminn og innstæðan því ávallt laus til útborgunar, segir enn fremur á vef Landsbankans.

Bætt við klukkan 13:24 

Arion banki hefur einnig lækkað vexti um allt að hálf prósent. 

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK