Skúli skaut fast á Icelandair

Skúli Mogensen vill endurreisa WOW air.
Skúli Mogensen vill endurreisa WOW air. mbl.is/RAX

„Það væri algjör synd að grípa ekki tækifærið og nýta þá þekkingu sem við höfum eytt fúlgum fjár í að búa til hér á Íslandi,“ sagði Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, í erindi sínu á Startup Iceland, sprotaráðstefnunni sem haldin er í Hörpu.

Á Skúli þar við þá dýrmætu reynslu sem varð til í herbúðum WOW air á meðan félagið lifði rétt á eftir glæru sem hann birti með titlinum WOW 2.0. Vill hann endurreisa félagið.

Verður hægt að endurreisa WOW air?
Verður hægt að endurreisa WOW air?

„Sum ykkar hugsa eflaust að þetta hafi verið stórkostlegasta klúður allra tíma. Já. En líklega einnig dýrasta doktorsnám í flugrekstrarfræðum sem til er, hjá um 15 einstaklingum. Að kasta því á glæ væri mikil synd því slík þekking er ekki svo auðfundin. Minn helsti ótti er að við nýtum ekki tækifærið núna, munum við að endingu hafa einokunarmarkað á Íslandi næstu 20 árin," segir Skúli og beindi svo spjótum sínum að Icelandair.

Risastór misskilningur

„Það er risastór misskilningur, það sem Icelandair hefur sagt, að WOW hafi haft ósjálfbær fargjöld. Það er ekki rétt. Þeir hafa ósjálfbæran og of háan kostnað. Það er vandamálið. Og því veldur næstum því 70 ára einokunarstaða. Þú ert ekki með það viðskiptanef og þann skilning sem þarf til þess að reka flugfélag í dag,“ sagði Skúli og hélt áfram.

„Þetta snýst ekki um tekjurnar. Það hefur verið sýnt fram á það aftur, og aftur og aftur. Þetta snýst um að vera með lægri kostnaðargrunn. Þetta snýst allt um að skilja hann. Það gerðum við. Það gerðum við mjög vel þar til við tókum inn breiðþoturnar," sagði Skúli Mogensen.

Sjá má erindi Skúla í heild í myndskeiðinu sem fylgir hér að neðan, en erindið byrjar eftir rúmlega 40 mínútur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK