Icelandair sagt hafa leigt Airbus-þotu

Fullyrt er á vefsíðunni Túristi.is að Icelandair hafi tekið farþegaþotu af gerðinni Airbus í þjónustu sína en til þessa hefur flugfloti fyrirtækisins aðeins samanstaðið af Boeing-þotum. Upplýsingafulltrúi Icelandair segist ekki geta staðfest fréttina.

Fram kemur í umfjöllun vefsíðunnar að þessi breyting sé að minnsta kosti tímabundin. Airbus-farþegaþotan sé af eldri gerð og sé leigð með áhöfn þar sem flugliðar Icelandair hafi aðeins fengið þjálfun á Boeing-þotur. Flugfélagið hafi þurft að leigja þotur að undanförnu í stað Boeing MAX-þota þess sem hafa verið kyrrsettar og óvíst er hvenær fara í loftið á ný. Þetta hefur kallað á breytingar á flugáætlun félagsins í sumar.

Greint var frá því í maí af hálfu Icelandair að félagið hefði til skoðunar að taka Airbus-farþegaþotur í þjónustu sína. Þá annað hvort samhliða Boeing-þotum þess eða í stað þeirra. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagðist í samtali við mbl.is ekki getað staðfest það að félagið hefði tekið Airbus-þotu í þjónustu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK