Áður óþekkt þjónusta hér á landi

Stofnendurnir frá vinstri: Viktor Blöndal Pálsson, Magnús Björn Sigurðsson Inga …
Stofnendurnir frá vinstri: Viktor Blöndal Pálsson, Magnús Björn Sigurðsson Inga Tinna Sigurðardóttir, og Gylfi Ásbjörnsson. Á myndina vantar Sindra Má Finnbogason, eiganda Tix.is, sem einnig er í eigendahópnum. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Við erum alltaf að stækka og nú þegar eru um 50 veitingastaðir orðnir hluti af kerfinu. Hingað til hefur þeim verið að fjölga um 3-5 í hverri viku,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir, einn eigenda vefsíðunnar og snjallforritsins Dineout.is. Vefurinn, sem stofnaður var fyrir um mánuði, er fyrstur sinnar tegundar hér á landi en þar er hægt að bóka borð á íslenskum veitingastöðum með lítilli fyrirhöfn. Í stað þess að hafa samband við fjölda veitingastaða í leit að borði er nú hægt að sjá samstundis hvar laus borð er að finna.

Að sögn Ingu Tinnu kviknaði hugmyndin fyrir tveimur árum en alls komu fimm aðilar að stofnun vefsins, þar á meðal Sindri Már Finnbogason, eigandi Tix.is. „Við byrjuðum fyrst að skoða þetta fyrir tveimur árum og þá með það fyrir augum að flytja erlent kerfi inn til landsins. Okkur fannst vera vöntun á miðlægri síðu sem heldur utan um alla veitingastaði. Við sáum hins vegar, eftir að hafa skoðað málið vel, að innflutningur á erlendu kerfi var talsvert óskilvirkari leið en að forrita nýtt kerfi sjálf. Við fórum því á fullt í þá vinnu og tveimur árum síðar erum við nú komin með kerfi sem við erum ánægð með,“ segir Inga Tinna.

Til að taka þátt í verkefninu þurfa veitingastaðir að taka upp rafrænt bókunarkerfi sem er beintengt við Dineout.is. Mánaðargjald er greitt fyrir aðgang að kerfinu auk þess sem greitt er smávægilegt gjald fyrir hverja bókun sem fer í gegnum vefinn.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK