Sprenging í sölu á árstíðabundnum vörum í maí

Sala á árstíðabundnum vörum eykst á milli ára.
Sala á árstíðabundnum vörum eykst á milli ára.

Mikill viðsnúningur hefur verið í sölu á árstíðabundnum vörum í byggingarvöruverslunum nú í byrjun sumars, frá því sem var á sama tíma á síðasta ári. Söluaukningin, sem mæld er í tugum prósenta, er rakin til mun betra tíðarfars en í fyrra.

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að algjör sprenging hafi orðið í sölu á árstíðabundnum vörum í maí. Nefnir hann þar timbur, málningu og fúavörn sem dæmi.

Hann segir að þegar þurrt sé í veðri og hægviðri finnist fólki þægilegt að vera úti við og fari þá gjarnan í framkvæmdir. „Gott veður sunnanlands undanfarið hefur haft frábær áhrif á söluna. Hefðbundið pallaefni hefur farið upp um tugi prósenta í magni og salan í viðarvörn og þakmálningu hefur næstum tvöfaldast milli ára. Um þriðjungs söluaukning er í blóma- og garðvörum. Þá eru einstaka árstíðarvörur eins og trampólín nær uppseld hjá okkur,“ segir Árni. Ennfremur hafa að hans sögn á annað þúsund reiðhjól selst það sem af er ári og um tvö þúsund gasgrill.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK