Yfir 200 tonn af plasti spöruðust

Plastnotkun minnkaði mikið eftir að verslanir Haga hættu að selja …
Plastnotkun minnkaði mikið eftir að verslanir Haga hættu að selja burðarpoka úr plasti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Plastnotkun minnkaði um á þriðja hundrað tonna við að verslanirnar Hagkaup og Bónus hættu að selja burðarpoka úr plasti og tóku í staðinn upp lífniðurbrjótanlega burðarpoka, að því er fram kemur í ársskýrslu Haga.

Þá minnkaði plastnotkun Ferskra kjötvara, sem notar vörumerkin Íslands naut, Íslands lamb og Íslands grís, um 26 tonn vegna fjárfestinga í tækjum, búnaði og umbúðum.

Þá segir félagið frá því að unnið hafi verið að því að ná betri árangri í flokkun sorps fyrir endurnýtingu og endurvinnslu. Meðal annars var endurvinnsla verslana Bónus árið 2018 9,4% meiri en árið á undan og úrgangur sem fór til urðunar 4,1% minni en 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK